Stéttafélagið
Stéttafélagið var stofnað árið 2000 og hefur síðan þá unnið fjöldan allan af verkum, stórum sem smáum. Félagið starfar á sviði jarðvinnu, yfirborðsfrágangs og alhliða mannvirkjagerðar.
Stærri verkefni
Útboð og stærri verk
Stéttafélagið ehf. er öflugt verktakafyrirtæki á sviði jarðvinnu, nýbygginga, lagnavinnu og yfirborðsfrágangs. Fyrirtækið starfar að mestu leyti á útboðsmarkaði og eru helstu verkkaupar veitustofnanir á höfuðborgarsvæðinu.
Grunn- & leikskólalóðir
Stéttafélagið hefur tekið að sér grunn- og leikskólalóðir af ýmsum stærðum og gerðum.
Jarðvinna og lagnir í jörðu
Við tökum að okkur alhliða jarðvinnu. S.s. húsagrunna undir minni og stærri byggingar, stíga- og gatnagerð svo eitthvað sé nefnt.
Trésmíði & uppsteypa
Við rekum sér smíðadeild innan fyrirtæksins. Hún er í umsjón eins eiganda félagsins og húsasmíðameistarans Steinars Arnar Arnarsonar. Starfsmenn deildarinnar hafa allir annað hvort lokið sveinsprófi, eða eru í námi til sveinsprófs. Meðal verkefna eru timburpallar og skjólgirðingar, steyptir stoðveggir, smíði á búnaði og leiktækjum á skólalóðum, uppsteypa mannvirkja svo dæmi séu tekin.
Hefjumst handa!
Heyrðu í okkur og við komum hlutunum af stað. Hröð og vönduð vinnubrögð.
Smærri verk
Þjónusta í boði
Hellulagnir
Stéttafélagið var upprunalega stofnað árið 2000 og fyrstu árin var það alfarið sérhæft í hellulögnum og því tengdu. Við höfum því nær tveggja áratuga reynslu í þeim efnum. Þótt félagið hafi stækkað og starfsemin víkkað, þá tökum við enn að okkur alls kyns verkefni tengd hellulögnum og yfirborðsfrágangi.
Pallasmíði
Hjá stéttafélaginu starfa lærðir og reyndir húsasmiðir. Þeim finnst fátt skemmtilegra en að vinna við pallasmíði og skjólgirðingar.
Lóðafrágangur
Félagið býr yfir mikilli reynslu af alls kyns lóðafrágangi. Tækjaflotinn hefur stækkað talsvert á síðustu árum, og er félagið í stakk búið til að takast á við lóðafrágang af allri stærð og gerð.
Stéttafélagið
Þáttaka í útboðum
Dæmigerð verkefni fyrirtækisins eru:
Gatna- og stígagerð.
Grunn- og leikskólalóðir.
Innkeyrslur og lóðir við íbúðar- og atvinnuhúsnæði.
Gerð grunna fyrir nýbyggingar.
Fylling í sökkla og lagnavinna.
Gerð nýbygginga og sala fasteigna.
Fylgstu með!
Fylgstu með okkur á Facebook síðu okkar. Þar setjum við reglulega inn myndir af verkum okkar.