V131 - Borgarhella 9, 14 iðnaðarbil
Verkkaupi: Eigið verkefni
Lýsing: Burðarvirki og fullnaðarfrágangur á 14 iðnaðarbilum
Verklok: Í gangi – áætluð verklok júní 2025
V295 - Vogabyggð 2, endurnýjun og lagning veitukerfa
Verkkaupi: Veitur, Míla og Ljósleiðarinn
Lýsing: Verkið fólst í því að verktaki endurnýjaði og lagði nýjar veitnulagnir, þar á meðal kaldavatns-, hitaveitu-, raf- og fjarskiptalagnir. Verktaki gróf skurði, sandlagði undir og yfir lagnir, lagði rör og strengi, fyllti yfir og kláraði frágang. Einnig sá hann um uppsetningu á lokum, spindlum og tengibrunnum. Framkvæmdir innihéldu:
- Vatnsveita: Lagning dreifilagna og frágangur á lokum og stopphanalokum.
- Hitaveita: Lagning dreifilagna, spindla, lokum og brunnum.
- Rafveita: Lagning lág- og háspennukerfa og ídráttarröra.
- Fjarskipti: Lagning ídráttarröra og brunna.
Verklok: Í gangi – áætluð verklok vetur 2024
V287 - Tungumelar, endurnýjun hitaveitu
Verkkaupi: Veitur
Lýsing: Verkið fólst í lagningu foreinangraðra DN400 hitaveitulagna frá Esjumelum að Tungumelum í Mosfellsbæ, yfir um 1700 metra leið. Nýjar lagnir voru útbúnar lekaviðvörunarvírum, og þrýstiminnkunarskápur var settur upp við Varmadal. Verkið var skipt í fjóra verkáfanga:
1. Lagning DN400 hitaveitulagna í Gullsléttu og tenging við núverandi lagnir.
2. Lagning DN400 í Silfursléttu með bráðabirgðatengingu við DN150 lögn.
3. Lagning að Varmadalsvegi og uppsetning þrýstiminnkunarskáps.
4. Lagning yfir Leirvogsá að Tungumelum með tengingum við lagnir og þrýstiminnkunarskáp.
Verklok: Í gangi – áætluð verklok vetur 2024
V286 - Sigtún 28-40, endurnýjun og lagning veitukerfa
Verkkaupi: Veitur, Míla og Ljósleiðarinn
Lýsing: Verkið fólst í því að Stéttafélagið endurnýjaði og lagði nýjar lagnir veitna samkvæmt viðlögðum teikningum. Stéttafélagið gróf skurði fyrir kaldavatnslagnir, hitaveitulagnir, ídráttarrör og rafstrengi. Í skurðina var sandur lagður undir og yfir rörin og strengina, og lagnir, strengi, rör og ídráttarrör voru sett niður, fyllt var yfir og gengið frá. Jafnframt sá Stéttafélagið um að grafa fyrir og setja upp brunna, brunahana, lokur, spindla og tengiskápa.
Framkvæmdirnar innihéldu:
- Vatnsveitu: Lagðar voru dreifilagnir ásamt festingum, brunahönum, lokum, spindlum og stopphanalokum.
- Hitaveitu: Lagðar voru dreifilagnir, ásamt lekavírum, skápum, spindlum og lokum.
- Rafveitu: Lagð voru lág- og háspennukerfi ásamt jarðvírum, og tengiskápar og ídráttarrör sett upp.
- Fjarskiptalagnir Mílu og Ljósleiðarans: Lagðar voru fjölpípu- og blástursrör fyrir bæði Mílu og Ljósleiðarann.
Verklok: Í gangi – áætluð verklok vetur 2024
V250 - Grunnskólinn í Hveragerði áfangi 3
Verkkaupi: Hveragerðisbær
Lýsing: Verkið fólst í byggingu viðbyggingar (3. Áfanga) við Grunnskólann í Hveragerði. Viðbyggingin er vestan við núverandi skólabyggingu við Skólamörk 6, 810 Hveragerði. Byggingin var staðsteypt á tveimur hæðum ásamt lagnakjallara, um 1120m2 brúttó stærð gólfflatar. Klætt að utan, þakuppbyggingarnar eru þrenns konar, steypt loftaplata með viðsnúnu þaki, uppstólað þak á steypta plötu og timburþak á límtrésbita. Í verkinu fólst jarðvinnu, uppsteypu byggingarinnar og fullnaðarfrágangi að utan og innan og lóðafrágangi.
Verklok: Vor, 2025
V211 - Tinnuskarð 28-30 - parhús
Verkkaupi: Eigið verkefni
Lýsing: Burðarvirki og fullnaðarfrágangur á 2 parhúsum. https://valholl.is/soluskra/eign/731650
Verklok: Vor, 2024
V247 - Austurheiðar, stígagerð, lýsing og uppsetning búnaðar
Verkkaupi: Reykjavíkurborg
Lýsing: Framkvæmdir á útivistarsvæði við Rauðavatn: Stígagerð, lýsing og uppsetning búnaðar
Verkið var unnið í samræmi við gildandi reglugerðir og ákvæði útboðsgagna. Framkvæmdirnar fólust í jarðvinnu, stígagerð, timburvirki, lýsingu, þökulögn og uppsetningu leiktækja og búnaðar á útivistarsvæði við Rauðavatn. Helstu verkliðir og magntölur voru meðal annars:
- Gröftur: 235 m³
- Fylling: 135 m³
- Jarðstrengir: 880 m
- Ljósastólpar: 4 stk.
- Led ljósborði: 115 m
- Bryggjustígur og pallur: 310 m²
- Skýli (skógarskýli, ruslaskýli, snagaskýli): 6 stk.
- Endurnýting staðargróðurs: 305 m²
- Þökulögn: 45 m²
- Leiktæki og búnaður: 31 stk.
Verklok: Vetur, 2023
V244 - Reynisholt leikskóli, lóð
Verkkaupi: Reykjavíkurborg
Lýsing: Verkið snýr að gerð ungbarnasvæðis innan lóðar leikskólans Reynisholts við Gvendargeisla 13, 113 Reykjavík. Svæðið sem um ræðir er á nyrsta hluta lóðarinnar, sunnan við vesturhluta leikskólabyggingar, en einnig eru smávægilegar breytingar á suðurhluta lóðar. Um er að ræða lagfæringu/styrkingu á viðkomandi svæði, þar sem aðgengi fyrir alla, leiktæki, yfirborðsefni og svæði fyrir hugmyndaleiki barna verður bætt.
Helstu verkliðir eru jarðvinna, landmótun, hellulögn, frágangur gras- og gróðursvæða og frágangur kringum leiktæki. Verkið fellur undir endurgerð lóðar árið 2022 samkvæmt útboðs- og samningsskilmálum 1. áfanga.
Verklok: Sumar, 2023
V226 - Úlfarsárdalur, lóðafrágangur og stígar við Dalskóla
Verkkaupi: Reykjavíkurborg
Lýsing: Verkið fól í sér yfirborðsfrágang umhverfis gervigrasvelli við aðstöðu Fram í Úlfarsárdal. Unnið var við undirbyggingu og malbikun stíga, ásamt grasi og gróðri meðfram stígum. Verkið tók einnig til hellulagnar og frágangs á einstaka reitum sem eru ófrágengnir á og við skólalóð Dalskóla á samt breytingum innan lóðar og á þakgarði skólans. Verkið fékk alþjóðlega BREEAM umhverfisvottun.
Verklok: Vetur, 2023
V227 - Úlfarsárdalur, vatnsrennibrautarsvæði, uppsteypa og lagnir í jörð
Verkkaupi: Reykjavíkurborg
Lýsing: Verkið fólst í að stækka sundlaugarsvæði við nýja sundlaug í Úlfarsárdal og steypa undirstöður fyrir nýja vatnsrennibraut.
Helstu verkþættir voru jarðvinna, eggja lagnir í jörðu og ganga frá þeim, steypa upp lagnakjallara og veggi sem afmarka sundlaugarsvæði umhverfis nýja vatnsrennibraut. Steypa undirstöður fyrir vatnsrennibraut, leggja loftræstilagnir í jörðu og smíða inntaksháf úr stáli og klæða hann með álneti. Verkið fékk alþjóðlega BREEAM umhverfisvottun.
Verklok: Vor, 2023
V216 - Akranes - lagnir veitukerfa
Verkkaupi: Akranesbær, Veitur
Lýsing: Í Suðurgötu voru heimæðir lagðar að nýjum lóðum ásamt tilheyrandi jarðvinnu og ýmsum breytingum á veitulögnum. Í stíg milli Skagabrautar og Háholts voru veitulagnir endurnýjaðar ásamt tilheyrandi jarðvinnu, tengingum og breytingum í Háholti og Skagabraut. Malbikað götur og göngustígar steyptir.
Verklok: Haust, 2023
V217 - Vallarkór, sjónsteypuveggir við grunnskóla
Verkkaupi: Kópavogsbær
Lýsing: Verkið þetta fólst í uppsteypu undirstaða og ~4 m hárra stoðveggja ofan á þær, sem og í uppsteypu u.þ.b. ~3 m langrar tengibrúar milli stoðveggja og eldri húsveggs. Allt steypuvirki, sem var sýnilegt að loknum seinni tíma yfirborðsfrágangi lóðar, átti að vera með sjónsteypuáferð og yfirborðsfrágangi.
Verklok: Haust, 2023
V207 - Bústaðavegur
Verkkaupi: Reykjavíkurborg, Vegagerðin
Lýsing:
Verklok:
V081 - Kinnargata 35-37 - parhús
Verkkaupi: Eigið verkefni
Lýsing: Burðarvirki og fullnaðarfrágangur á 2 parhúsum.
Parhús við Kinnargötu 35-37 Garðabæ. Húsið er parhús á tveimur hæðum. Parhúsið var selt á Byggingarstigi 3 – Fullgerð bygging að utan og tilbúin til innréttingar samkvæmt staðli ÍST 51. Til viðbótar við byggingarstig 3 var eftirfarandi frágangi lokið:
- Lóðarfrágangi lokið, að undanskyldri grind og klæðningu á skjólveggja.
- Hellulögn með snjóbræðslu.
- Timburpallur í bakgarði.
- Steyptir stoðveggir og stigi með handriði.
- Lýsing í stoðveggjum á lóð.
- Eign fullmáluð að innan í hvítum lit.
- Innfelld lýsing full frágengin.
Verklok: Sumar, 2022
V096 - Vatnsmýri-Barónsstígur - Veitulagnir
Verkkaupi: Reykjavíkurborg, Veitur
Lýsing:
Verklok:
V059 - Silfratjörn 26-32
Verkkaupi: Eigið verkefni
Lýsing: Burðarvirki og fullnaðarfrágangur á fjögurra íbúða raðhúsalengju.
Um er að ræða íbúð í fjögurra íbúða raðhúsalengju í nýju hverfi í Úlfarsárdal. Húsið er staðsett á fallegum stað við tjörn sem borgaryfirvöld hafa nýlega lokið framkvæmdum á.
Húsið er einangrað að utan, og klætt með litaðri smábáru úr áli. Þakkantur, rennur og niðurfallsrör úr viðhaldsfríu, lituðu áli. Danskir Rationel gluggar, HTH innréttingar og vandað harðparket frá Birgisson. Flísalögð forstofa, þvottahús og baðherbergi. Aukin lofthæð á báðum hæðum, og upp í 3,7m í alrými á efri hæð. Vélræn loftræsting í öllum votrýmum og í alrými á efri hæð. Svalir með frábæru útsýni á Esju, Úlfarsfell og tjörnina í norðri. Vel skipulagður beinn stigi, með stóru ljósopi frá efri niður á neðri hæð, með vönduðu sprautulökkuðu stálhandriði. Innfelld LED lýsing á báðum hæðum. Fullmálaður bílskúr með nautsterku epoxy gólfefni, og vandaðri þýskri Nassau bílskúrshurð.
Verklok: Vor, 2021
V038 - Helgafellsskóli lóð
Verkkaupi: Mosfellsbær
Lýsing: Verkið sem var boðið út fól í sér frágang lóðar í tengslum við byggingu fyrsta áfanga Helgafellsskóla. Á meðan unnið var að lóðarfrágangi, stóðu framkvæmdir við 1. áfanga skólans yfir. Lóðin var um 7.800m² að stærð og var henni skipt í tvö megin svæði: aðkomu að skólanum norðan megin og leiksvæði fyrir yngri deildir skólans.
Aðkoman að skólanum innihélt meðal annars hellulagt svæði (um 930m²), tröppueiningar, hlaðna grjótkanta (um 95m²) með gróðurbeðum, stórt gróðurbeð (um 266m²) og grassvæði (um 155m²). Leiksvæðin voru skipulögð í nokkur minni svæði. Vestur hluti lóðarinnar var nýttur til að takast á við hæðarmun, og notaður til að skapa skemmtilegt umhverfi með klifurvegg, rennibrautum, virkishól, sleðabrekku, göngustígum, grjóthleðslum, stórum gróðurbeðum og grassvæðum.
Miðsvæðið lá frá inngangi skólans að bílastæði og var að mestu malbikað með upphituðum stígum og setsvæðum með bekkjum. Á þessu svæði voru einnig ýmis leiktæki eins og rólur, þrautabrautir, trampólín og hjólbrettaleiksvæði. Einnig var þar lækjarfarvegur sem var nýttur bæði sem leiksvæði og vatnshalli.
Austur hluti lóðarinnar innihélt battavöll í staðlaðri stærð, timburpall sem áhorfendapall og svæði sem tengdi við næsta áfanga lóðarfrágangsins.
Verklok: Vetur, 2020